Ferill 588. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 840  —  588. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda.
     2.      Hversu mörgum málum lauk með ákæru og hversu mörg mál voru felld niður? Svar óskast sundurliðað eftir árum og þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda.
     3.      Þegar mál voru felld niður, á hvaða stigi var það gert? Svar óskast sundurliðað eftir árum og þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda.
                  a.      Hversu mörg mál voru felld niður af handhafa ákæruvalds?
                  b.      Hversu mörgum málum var vísað frá af dómara?
                  c.      Hversu mörg mál voru dregin til baka?
     4.      Í hve mörgum þessara mála háttaði svo til að engin áþreifanleg sönnunargögn lágu fyrir heldur aðeins framburður kæranda og hins grunaða þar sem orð stóð gegn orði? Svar óskast sundurliðað eftir árum og þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda.
     5.      Telur ráðherra að hlutverk dómara við mat á sönnunargildi framburða vitna og þolenda sé almennt virkt samkvæmt ákvæðum 115. gr. og 126. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og að ákvæðin séu nægjanlega virk í framkvæmd? Ef svo er ekki, telur ráðherra ástæðu til að styrkja þau með einhverjum hætti?


Skriflegt svar óskast.